Skilmálar

Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir vefverslun EY COLLECTION sf.  Ey collection sf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Pantanir innanlands

Afhendingartími er alla jafna 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla borist. Allar pantanir eru sendar með Póstinum, og bætist sendingakostnaður við í pöntunarferlinu. Ef verslað er fyrir meira en 20.000 kr er frír flutningur. Ef vara er ekki til á lager, endurgreiðum við ef greiðsla hefur farið fram, eða bjóðum aðra sambærilega vöru.

Pantanir til útlanda

Afgreiðslutími er 2–4 dagar. Vara sendist með Póstinum. Sendingarkostnaður fer eftir þyngd pantaðrar vöru og eftir ákvörðunarlandi. Áætlaðan sendingarkostnað er að finna á vefsíðu Póstsins.

Á erlendar sendingar kunna að leggjast aðflutningsgjöld eða skattur skv. lögum sem gilda í móttökulandinu. Gjöld þessi eru ekki innifalin í sendingarkostnaði og greiðsla þeirra er á ábyrgð viðskiptavinar.

14 daga skilaréttur er á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningur. Varan þarf að vera í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum.  Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara og greiðum við allan kostnað sem til fellur.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

Vefverslun Ey collection tekur við öllum debit- og kreditkortum.

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og engar persónuupplýsingar verða afhentar þriðja aðila. Ef þig vantar frekari upplýsingar þá endilega hafðu samband við okkur á netfanginu ey@eycollection.com